fbpx

Klak VMS bauð norrænum frumkvöðlum í heimsókn

Efnt var til samkomu fyrir fjölda virtra mentora á vegum Klak VMS í höfuðstöðvum KLAK – Icelandic Startups í Mýrinni í Grósku. Við það tilefni var norrænum frumkvöðlum og fjárfestum sem sóttu Ísland heim í tilefni af Iceland Innovation Week boðið í samsæti til að kynna sig og fá innsýn í samfélag mentora Klak VMS.


Það er mikilvægt fyrir mentorarþjónustu Klak VMS að sýna fordæmi og efla tengslanetið og kynna sér erlenda frumkvöðla. Því var ánægjulegt að bjóða norrænum frumkvöðlum og fjárfestum i samsæti þar sem skipst er á skoðunum og viðhorfum um sprotaumhverfið og nýsköpunarmenningu. Að vera mentor er eitt mest gefandi starf sem hægt er að hugsa sér.  Að miðla af þekkingu sinni, eiga skemmtilegar umræður um hvað kemur sprotanum hraðast áfram og njóta ánægjunnar af því að sjá ráðin skila sér í skýrum framförum mánuð fyrir mánuð er ómetanlegt.” er haft eftir Magnúsi Inga Óskarssyni, forstöðumani Klak VMS.


Mentoraþjónusta Klak byggir á bestu fáanlegri aðferðafræði til að hámarka árangur sprota. Þjónustan var formlega stofnuð í upphafi þessa árs utan um samfélag mentora Klak, eins mikilvægasta þáttar í stuðningskerfi sprotasamfélagsins sem styður við 60-70 sprotateymi á hverju ári. Klak VMS er  systurprógramm MIT VMS sem hefur síðastliðin 20 ár byggt upp mentorakerfi til stuðnings frumkvöðlum innan MIT háskólasamfélagsins í Boston.

MIT VMS hefur markvisst dreift þekkingu sinni til annarra og nú eru 122 systurprógrömm í gangi í 28 löndum um allan heim. Á Íslandi starfa nú 70 metnaðarfullir VMS mentorar með Klak til að styðja við sprota og frumkvöðla en handleiðsla mentoranna skilar sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta.

is_ISÍslenska