Klak – Icelandic Startups hélt fyrsta aðalfund stjórnar eftir nafnbreytingu þann 12. apríl í heimkynnum Klak í Grósku. Stjórn KLAK fór yfir síðastliðið starfsár 2021 sem einkenndist af krefjandi aðstæðum af völdum heimsfaraldurs. Verkefnin urðu mörg og fjölbreytt sem voru í senn hvetjandi og uppbyggileg.
Ný kjörin stjórn Klak – Icelandic Startups tók við störfum á aðalfundi en Soffía Kristín Þórðardóttir, tilnefnd af Origo, tók við sem formaður stjórnar Klak – Icelandic Startups. Soffía tekur við af Huld Magnúsdóttur frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson tók sæti sem nýr aðalmaður og Ragnhildur Helgadóttir tók sæti sem varamaður. Bæði voru tilnefnd af HR en stjórnin er tilnefnd af eigendum félagsins. Það er tímanna tákn um breytta stöðu kvenna í nýsköpunarheiminum að konur skipa meirihluta stjórnar.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, lætur af störfum í stjórn Klak eftir 12 ára setu sem aðalmaður stjórnar. Auk þess að hafa setið sem aðalmaður í stjórn Klak hefur Ari unnið náið með íslenskum frumkvöðlum og sprotum í mörgum krefjandi hröðlum og verkefnum og skipað sér sess sem einn af lykilmönnum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Hann kom að mörgum krefjandi verkefnum tengdum félaginu á þessum árum og kom meðal annars að sameiningu Klak og Innovit árið 2013 undir nafninu Klak Innovit en sú sameining markaði tímamót á frumkvöðlasenunni á Íslandi. Lokaáfangi sameinaðs félags varð árið 2016 þegar Klak Innovit fékk nafnið Icelandic Startups.
Stjórn ákvað á starfsárinu 2021 að leita í ræturnar og tók upp gamla nafnið Klak og heitir nú. Klak – Icelandic Startups eða KLAK í daglegu tali.
Aðalmenn og varamenn sem tilnefndir voru á aðalfundi KLAK- Icelandic Startups af eigendum:
Stjórnarformaður
Soffía Kristín Þórðardóttir tilefnd af Origo
Varaformaður
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir tilefnd af Háskóla Íslands
Aðalmenn
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson tilefndur af Háskólanum í Reykjavík
Huld Magnúsdóttir tilefnd af Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Sigríður Mogensen tilefnd af Samtökum iðnaðarins
Varamenn
Jón Björnsson tilefndur af Origo
Ragnhildur Helgadóttir tilefnd af Háskólanum í Reykjavík
Magnús Þór Torfason tilefndur af Háskóla Íslands
Sæmundur Finnbogason tilefndur af Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Sigurður Hannesson tilefndur af Samstökum iðnaðarins