fbpx

Kynning á endurkomu Startup Tourism 26. september

Hér verður streymt frá kynningarfundi Startup Tourism frá ESSÓ safninu
Beint streymi frá Skútuvogi 11 / fimmtudaginn 26. september kl. 12:00 – 13:00

Fimmtudaginn 26. september ætlar KLAK Icelandic Startups að kynna endurkomu Startup Tourism viðskiptahraðalsins og spjalla um fyrirkomulagið á honum í ár!

Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Staðsetning: ESSO safnið við Skútuvog 11

Dagsetning: 26. september

Tími: kl. 12:00 – 13:00

Dagskrá:


⚡️Ásta Sóllilja – framkvæmdastjóri KLAK: Hvernig styður KLAK við nýsköpun í ferðaþjónustu?

⚡️Kolfinna Kristínardóttir – verkefnastjóri Startup Tourism: Fyrirkomulag Startup Tourism hraðalsins 2024 – praktísk atriði.

⚡️Einar Skúlason, stofnandi Wapp, fyrrum þátttakandi í Startup Tourism: Reynslusaga frá þátttöku í hraðlinum – Hvernig má nýta sér verkfærakistu viðskiptahraðalsins?

⚡️Léttur hádegisverður

Viðburðinum verður streymt á startuptourism.is og upptaka gerð aðgengileg að viðburði loknum.

Kynningarferð um landið frá 30. september – 3. október 

Startup Tourism teymið verður einnig á ferð og flugi vikuna 30. september- 3. október og munu halda kynningarviðburði víðsvegar um landið. Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega!

Styrktaraðilar Startup Tourism eru Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Berjaya Iceland Hotels, Icelandair, N1 og Icelandia, auk þess sem Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og Íslandsstofa koma að verkefninu sem samstarfsaðilar.

is_ISÍslenska