fbpx

Lokadagur Hringiðu í beinu streymi 5. maí

Lokadagur Hringiðu verður haldinn hátíðlegur þann 5. maí en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mun ávarpa gesti viðburðarins og aðra áhorfendur í gegnum beint streymi.

Sprotafyrirtækin í hraðlinum munu kynna verkefnin sín sem leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum fyrir fjárfesta og aðra áhugasama um hringrásarhagkerfið.  

Sprotafyrirtækin sem munu kynna verkefnin sín: 

  • Melta
  • Munasafn RVK Tool Library
  • Mar Eco
  • Orb
  • Bambahús
  • Resea Energy
  • Alor

Viðburðinum verður streymt frá Nauthól frá kl. 11:45 – 13:00 – Smelltu forsíðumyndina til að tengja þig við streymið.

Við hvetjum öll að hlýða á í beinu streymi frá viðburðinum.

Umsjón með Hringiðu hraðlinum, sem keyrður er í þriðja sinn í ár, er í höndum KLAK – Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Áhersla í vinnustofum Hringiðu er hringrásarhagkerfið þar sem dregnar eru fram aðferðir og stutt við nýja tækni sem tryggir að auðlindum sé haldið í hagkerfinu.  

Eigendur KLAK eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Origo, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður. Bakhjarlar Hringiðu eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Orkuklasinn og Grænvangur.