fbpx

Lokadagur Snjallræðis 2022

Lokadagur Snjallræðis 2022 verður haldinn 7. desember í hátíðarsal Grósku þar sem engin annar en Jón Gnarr mun stýra viðburði og kynna öfluga sprota Snjallræðis upp á svið. Viðburðurinn er opinn fyrir öll sem láta sig málefni um áskoranir samfélagsins.

Sprotarnir í Snjallræði sem hafa nú farið í gegnum 16 vikna samfélagshraðal í umsjá KLAK og Höfða friðarsetri, munu koma fram og kynna lausnir á samfélagslegum áskorunum. 

– öll eiga það sameiginlegt að vilja leiða mikilvægar samfélagsbreytingar!

???? Hvenær: Miðvikudaginn 7. desember kl. 12:00-14:00 ⏰
???? Hvar: Hátíðarsal Grósku

Sprotarnir sem koma fram eru Hringvarmi, Ylur, BioBuilding, Orb, Fort, On To Something, Laufið, Hugmyndasmiðir og Sara, stelpa með ADHD.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum einstaka viðburði í Grósku

Dagskrá

kl. 11:30 Húsið opnar & boðið er upp á léttan hádegisverð

Kl. 12:00 Jón Gnarr opnar viðburð í hátíðarsal Grósku

  • Samræður í panel stýrt af Jóni Gnarr
  • Lokakynningar sprotafyrirtækja keyrðar í gang

Kl. 13:00 Sprotarnir taka létt spjall við kynningarbása

Kl. 14:00 Viðburði lýkur

Snjallræði, samfélagshraðallinn, er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin. Snjallræði var stofnað af Höfða friðarsetri árið 2018 og hefur verið keyrt þrisvar frá upphafi. Vaxtarrýmið er í umsjá KLAK, í samstarfi við MIT designX, og er þungamiðja þess vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni.

Bakhjarlar Snjarllræðis eru Origo, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Marel, Deloitte, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og HVIN.

Kynntu þér Snjallræði á www.snjallraedi.is ????