fbpx

Mörg hundruð nemar kynna sér Gulleggið

Yfir 700 háskólanemar eru skráð í Vísindaferð Gulleggsins sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups og fer fram í Grósku næstkomandi föstudag. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni landsins og fer hún nú fram í 16. skiptið en meðal fyrirtækja sem tekið hafa sín fyrstu skref í Gullegginu má nefna Controlant, Meniga, PayAnalytics og Solid Clouds. 

Aðalbakhjarl Gulleggsins er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annara bakhjarla eru Reykjavíkurborg, HVIN, Marel, Origo, Advania, KPMG, Frumtak, Iðunn, Ölgerðin, Vörður, Hugverkastofa, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður auk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun ávarpa gesti í hátíðarsal Grósku. Fulltrúar bakhjarla Gulleggsins munu fara með erindi í hátíðarsal Grósku ásamt því að verkefnastjóri Gulleggsins, Ása María Þórhallsdóttir og fulltrúar KLAK kynna og fara yfir það sem er framundan í Gullegginu. Háskólanemendur, fulltrúar fyrirtækja, frumkvöðlar og sprotar koma saman til fagna og kynna sér starfsemi Gulleggsins, bakhjarla og samstarfsaðila en áhugaverðir og íburðarmiklir básar verða staðsettir á göngugötu Grósku sem setja svip sinn á vísindaferðina. 

Úlfur Úlfur með stjörnutvíeykinu Helga Sæmundi Guðmundssyni og Arnari Frey Frostasyni mun stíga á stokk í Grósku á föstudaginn. Það verður engu til sparað í ár og verður búist við allt að 700 manns mæti í ár. 

Gulleggið er unnið í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndir HÍ og HR. Árlega fær Gulleggið flotta einstaklinga til liðs við sig sem brenna fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi en Gulleggið er af stórum hluta stýrt af sjálfboðaliðum úr röðum háksólanema. 

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands og vinnur nefndin náið með KLAK – Icelandic Startups. Það sem nefndin leggur mikla áherslu á og vinnur hörðum höndum að er að kynna fyrir nemendur Háskóla Íslands þau nýsköpunar- og frumkvöðlatækifæri sem standa þeim til boða, svo þau geta gert hugmyndir þeirra að veruleika og komum starfsemi KLAK á framfæri meðal háskólanema.

Eitt af þeim stóru verkefnum sem nefndin kemur að og skipuleggur samhliða KLAK er vísindaferð Gulleggsins í Grósku, stærstu frumkvöðlakeppni landsins sem nú verður haldin á föstudaginn í Grósku.“ er haft eftir Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðsins. 

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðið 2022-2023

Telma Rut Bjargardóttir

Jeremi Zyrek

Kayode Kehinde

Sylvie Boucher

Birgitta Nótt Guðmundsdóttir

Guðmundur Páll Atlason

Bjarki Leó Snorrason

is_ISIcelandic