fbpx

Vísindaferð Gulleggsins í Grósku 28. október

Vísindaferð Gulleggsins er á næsta leiti en föstudaginn 28. október munu Nýsköpunar – og frumkvöðlanefnd HÍ og KLAK – Icelandic Startups blása í alla stóru lúðrana í Grósku. 

Við hvetjum öll að skrá sig í Gulleggið en það er til mikils að vinna en þátttaka er mjög góð viðurkenning og stórt viðskipta – og markaðstækifæri.

Ekki missa af þessu tækifæri og skráðu þig í dag!

Opið er fyrir skráningu í Gulleggið 2023 og verður hægt að skrá sig til miðnættis 20. janúar – með eða án hugmyndar.

Gulleggið er í umsjón Klak – Icelandic Startups sem býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum.

Við framkvæmd Gulleggsins njótum við liðsinnis hátt í 100 einstaklinga á ári hverju; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur og veita þeim leiðsögn og endurgjöf eða taka þátt í rýnihópi sem hefur það hlutverk að fara yfir viðskiptaáætlanir sem berast í keppnina. Þessi öflugi hópur fólks leggur fram tíma sinn í þágu verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið síðan 2008. Gulleggið var flutt af hausti og fram í janúar í fyrra og samhliða því gerðar talsverðar breytingar á keppninni.

Áfram verður lögð rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og mega keppendur ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni. Auk þess hefur verið fallið frá kröfu um tengsl við háskólana.

is_ISIcelandic