Naktir kroppar rufu útsendingu í Masterclass

Masteclass Startup SuperNova fer nú fram í Grósku og er hann einnig í beinu streymi. Á þessum öðrum degi Masterclassins opnaði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova, með yfirferð yfir markaðsstrategíu NOVA og þeirra vegferð. Þegar komið var að áherslum NOVA á geðrækt varpaði Magnús upp auglýsingunni Allir úr! sem vakti mikla athygli á seinasta ári en þar mátti sjá nakta kroppa á öllum aldri. Ekki fór betur en svo að Facebook rauf útsendinguna og varð uppi fótur og fit.  

Aðspurður út í atvikið sagði Magnús að þetta væri ákkúrat það sem ádeila þeirra hefði snúist um, samfélagsmiðlar gerðu út á nekt á sama tíma og þau ritskoðuðu hana.

Fyrir áhugasama má benda á að útsending er nú aftur komin í lag og má fylgjast með Masterclassinum á startupsupernova.is í dag og á morgun.

is_ISÍslenska

Við notum vefkökur 🍪

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína, greina notkun á síðunni og styðja við áframhaldandi þróun á þjónustu okkar. Með því að smella á „Samþykkja allar“ samþykkir þú notkun þeirra.