Taktu þátt í New Nordic Pitch Competition!
Keppnin verður haldin í Iceland Innovation Week í Grósku föstudaginn 20. maí frá kl. 17:00-19:00.
Við viljum sjá flott sprotafyrirtæki frá Íslandi. Skráðu þig og taktu þátt. Umsóknarfresturinn er 15. maí.
Nýsköpunarsenan hvetur alla sprota á Íslandi að taka þátt því þetta er einstakt tækifæri að gera sig sýnilegri og öll hafa möguleika á því að byggja upp gott og öruggt alþjóðlegt tengslanet.
Öll sprotafyrirtæki munu geta tekið þátt en sigurvegari keppninnar mun keppa fyrir hönd Íslands í New Nordics Grand Final sem verður líklega haldin á Slush í nóvember 2022. Sigurvegarinn fær að pitcha fyrir hönd Íslands á Slush í nóvember 2022 og getur orðið New Nordic Grand Champion – New Nordics eru Nordics + Baltic löndin.
Lestu þig til um New Nordic Pitch Competition hér og skráðu þig svo þegar þú ert búin/n!