fbpx

Opnað er fyrir skráningar í Gulleggið 2024

Nú getur þú skráð þig í Gulleggið 2024! Opnað hefur verið fyrir skráningar í Gulleggið 2024 og öll sem liggja á hugmynd (eða án hugmyndar!) eru hvött til að skrá sig.

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið hefst í janúar með opnum Masterclass, þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir þér kleift að taka næsta skref. 10 teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku. 

Lögð er rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og mega keppendur ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni.

Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki sem dæmi Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki, Taktikal og fjölmörg önnur.

is_ISÍslenska