fbpx

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Snjallræði

Kynningarfundur Snjallræðis fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 1. júlí síðastliðinn þar sem breytt fyrirkomulag Snjallræðis var kynnt. Sú breyting verður nú gerð að í stað þess að vera átta vikna hraðall verður Snjallræði 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) auk þess sem komið hefur verið á samstarfi við MIT DesignX og verður Snjallræði því vottað DesignX vaxtarrými. 

Svafa Grönfeldt kynnti MIT DesignX: ,,Einhverra hluta vegna eru 92% af nýjum lausnum, sem koma á markað, að mistakast. Það sem verra er, níu af hverjum tíu sprotafyrirtækjum mistekst. Maður veltir fyrir sér afhverju í ósköpunum það er? Rannsóknir sýna að helmingur mistekst vegna þess að þau komu með vöru á markað sem engin þörf var fyrir. Við hjá MIT DesignX höfum verið að skoða þetta og út frá því þróað þetta prógram út um allan heim, það er ofboðslega gaman að fá að gera það nú á Íslandi líka”. 

Allt að tíu teymi verða valin í hraðallinn sem hefst 22. ágúst. Leitast er eftir teymum allt frá hugmyndastigi að fimm ára gömul fyrirtækjum. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst en tekið er á móti umsóknum á vefsíðu Snjallræðis

Kynningarfundurinn fór einnig fram í streymi og má nálgast upptöku hér.

is_ISIcelandic