fbpx

Origo eykur stuðning við nýsköpun

Enn fjölgar í bakhjarlahópi Snjallræðis en Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo skrifaði undir samstarfssamning KLAK – Icelandic Startups og eykur Origo þannig enn frekar stuðning sinn við nýsköpun á Íslandi.

Origo hefur verið í eigendahóp KLAK frá upphafi og hefur í fjölda ára lagt áherslu á nýsköpun í allri sinni starfsemi.

,,Við höfum skilgreint nýsköpun sem eitt af áhersluatriðum í samfélagsstefnu Origo. Við teljum að það sé með nýsköpun og tækni sem samfélagsvandamál framtíðarinnar verða leyst. Snjallræði gengur einmitt út á það, að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. 

Það hefur lengi hallað á konur í nýsköpun. En það sem er jákvætt við Snjallræði er hvað kvenfrumkvöðlum hefur vegnað vel eftir þátttöku í þessum hraðli.

Við hlökkum til að styðja við verkefnin í Snjallræði og fögnum aðkomu MIT sem býður upp á metnaðarfullan vettvang til nýsköpunar.”

segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo.

Snjallræði er einstakt vaxtarrými (e. incubator) fyrir nýsköpunarverkefni allt frá hugmyndastigi og að mótuðum fyrirtækjum. Lögð er áhersla á samfélagslega nýsköpun og horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna. Í vor náðist samningur við MIT DesignX um samtarf um Snjallræði og verður prógramið unnið af og með sérfræðingum frá MIT DesignX sem koma til landsins og halda vinnustofur verður Snjallræði því vottað DesignX vaxtarrými.

“Það er gaman að sjá Origo taka stuðning sinn enn lengra og koma inn sem bakhjarl auk þess að vera einn af okkar eigendum. Origo mun leggja verkefninu fjármagn auk þess sem þau koma inn með verðmæta þekkingu og reynslu sem mun nýtast þátttakendum vel.“

segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK

Opnað var fyrir umsóknir þann 29. júní og er umsóknarfrestur til 7. ágúst. Áhugasömum frumvöðlum sem brenna fyrir því að gera heiminn betri er bent á að sækja um á snjallraedi.is

is_ISIcelandic