fbpx

Landsvirkjun undirritar samning við Snjallræði

Landsvirkjun verður einn bakhjarla Snjallræðis en Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar undirritaði samning við Kristínu Soffíu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Klak – Icelandic Startups á dögunum í Grósku við samfélagshraðalinn Snjallræði MIT DesignX sem hefst í haust. 

Tilgangur stuðnings Landsvirkjunar við Snjallræði er að veita öflugum frumkvöðlum og fyrirtækjum góðan vettvang til þess að láta enn frekar að sér kveða á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og gefa öllum sprotum einstakt tækifæri til að móta og þróa stefnu svo þau geti vaxað og dafnað.” segir Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Markmið Snjallræði er að ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og er þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. Áhersla er á að ýta undir sjálfbærni í nýsköpun og byggja upp sprota sem styðja með beinum hætti við eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna allt frá fyrstu skrefum.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Snjallræði sem fer nú í gang í fjórða skipti. Sú breyting verður nú gerð að í stað þess að vera 8 vikna hraðall verður Snjallræði nú 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) auk þess sem komið hefur verið á samstarfi við MIT DesignX og verður Snjallræði því vottað DesignX vaxtarrými.

“Við erum virkilega ánægð með að fá Landsvirkjun inn í bakhjarlahópinn, þau hafa sýnt metnað í samfélags- og sjálfbærnimálum og koma með mikla þekkingu að borðinu.” segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK

Opinn kynningarfundur um Snjallræði sem er í samstarfi við MIT DesignX verður í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudagsmorguninn 1. júlí.

Húsið opnar 8:30 en dagskrá hefst kl 9 og verður fundurinn jafnframt í beinu streymi.

Dagskrá

9:00 Kolfinna Kristínardóttir verkefnastjóri Snjallræðis opnar fundinn

9:10 Svafa Grönfeld kynnir MIT DesignX og samstarfið við Snjallræði

9:30 Panell með fyrrum þátttakendum Snjallræðis, undir stjórn Auðar Örlygsdóttur hjá Höfða friðarsetri

10:00 Fundarlok

is_ISIcelandic