fbpx

Snjallræði hefur valið 10 sprotafyrirtæki

©Kristinn Ingvarsson

Snjallræði hefur valið 10 sprotafyrirtæki sem öll eiga það sameiginlegt að vilja leiða mikilvægar samfélagsbreytingar með því að nýta aðferðafræði nýsköpunar og hönnunarhugsun til þess að tækla samfélagslegar áskoranir. Lausnir sprotana fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild. 

Þátttakendur í Snjallræði munu frá 23. ágúst til 7. desember taka þátt í vinnustofum hér á landi á vegum Svöfu Grönfeldt og samstarfsfélaga hennar frá MIT designX. Teymin munu njóta handleiðslu færustu sérfræðinga hér á landi, m.a. úr mentorasamfélagi KLAK, við að þróa lausnirnar áfram. Tekið verður á nokkrum þáttum í þróunarferlinu, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli, furumgerðarksöpun og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

Markmið Snjallræði er að ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og er þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. KLAK biður öll velkomin í Grósku 23. ágúst en þar með hefst vinnan við það að hrinda lausnir sprotana í framkvæmd, skala og fjármagna.

BioBuilding
Ræktun framtíðarbygginga: íslensk hampsteypa og notkunarmöguleikar hennar.

Fort
Fort vinnur gegn hröðun á tapi vöðvamassa- og vöðvastyrk (acute-sarcopenia) hjá sjúklingum sem eru rúmfastir á spítala í lengri tíma með sérstakri fótapressu til að viðhalda vöðvastyrk.

Hringasveppir
Hringasveppir rækta sveppi á vistvænan hátt, í nálægð við neytendur, með einstakri hringhagkerfis lausn.

Hugmyndasmiðir
Verkefnið HUGMYNDASMIÐIR fræðir krakka um nýsköpun og dregur fram fyrirmyndir frumkvöðla af öllum kynjum, aldri, sviðum og landshlutum Íslands. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Laufið
Laufið er nýr stafrænn vettvangur með hagnýtum verkfærum og hvatakerfi sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að grænna og sjálfbærara samfélagi.

Okkar heimur
Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda.

On To Something
On to Something (OTS) er alþjóðlegur rafrænn viðskiptavettvangur þar sem afgangsefni ganga kaupum og sölum.

Orb
Orb þróar tækni til að mæla kolefnisbindingu skóga á ódýran og aðgengilegan hátt til að stuðla að ábyrgri kolefnisjöfnun og framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

Sara, stelpa með ADHD
Markmið Söru, ADHD stelpunnar, er að vekja athygli barna og þeirra sem standa þeim næst á mismunandi birtingarmyndir ADHD í stelpum og strákum. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar svo að „týndu stelpurnar“ fái þá athygli, aðstoð og skilning sem þær þurfa.

Ylur
Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.

Bakhhjarlar Snjallræðis eru Landsvirkjun, Origo, Deloitte, Reykjavíkurborg og Marel.

is_ISIcelandic