Viðskiptahraðallinn Startup SuperNova hefst með Superclass í Sykursalnum í Grósku þann 6. júni. Superclass eru tveggja daga ókeypis vinnustofur og fyrirlestrar fyrir frumkvöðla sem vilja hraða framgangi sprotans síns og gera hann að efnilegum fjárfestingarkosti ætluðum alþjóðamarkaði. Umsóknarfrestur í Superclass er til miðnættis miðvikudaginn 5. júní.
“Startup SuperNova er einn flottasti viðskiptahraðallinn sem við hjá KLAK – Icelandic Startups keyrum árlega í góðu samstarfi við Nova og Huawei með stuðningi frá Grósku hugmyndahúsi. Í ár eru teymi sem eru að þróa lausnir tengdar fjarskiptageiranum og 5G tækni sérstaklega hvött til að sækja um. Við hlökkum til að vinna með frumkvöðlunum dagana 6.- 7. júní en það þarf að sækja Superclass til að geta sótt um í sjálfan viðskiptahraðalinn”
Tilgangur Superclass Startup SuperNova er að undirbúa sprotafyrirtækin sem vilja sækja um í hraðalinn að gera 18. mánaða aðgerðaráætlun.
“Við fáum til okkar ýmsa sérfræðinga og reynslubolta úr nýsköpunarumhverfinu en meðal fyrirlesara eru Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova, Jason Zhangxiaoyu, Country Manager Huawei Iceland og Tryggvi Þorgeirsson framkvæmdastjóri Sidekick Health. Við hvetjum alla að sækja um í Superclass á vefsíðu Startup SuperNova“ er haft eftir Magnúsi Daða Eyjólfssyni, verkefnastjóra Startup SuperNova hjá KLAK – Icelandic Startups.