KLAK – Icelandic Startups hefur fengið til liðs við sig þrjá nýja starfsmenn.

Jenna Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri og mun stýra viðskiptahröðlum á vegum KLAK. Jenna hefur víðtæka reynslu af nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi en hún er með MPA gráðu frá Tsinghua University í Peking, Kína, og Mastersgráðu í nýsköpun, framþróun og sjálfbærni frá University of Geneva í Sviss. Þar að auki hefur hún tekið þátt í fjölda nýsköpunarhraðla og frumkvöðlaverkefna um allan heim, til að mynda UNLEASH á Indlandi, EWOR Academy og 8 mánaða viðskiptahraðli í Berlín.
Magnús Daði Eyjólfsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri og mun stýra frumkvöðlakeppninni Gullegginu auk þess að halda utan um KLAK VMS mentoraþjónustuna. Magnús er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þar sem hann var formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema árin 2021-2022. Hann hefur verið í hlutastarfi hjá KLAK en kemur nú inn í fullt starf.


Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal hefur verið ráðin sem verkefnafulltrúi og mun koma að skipulagningu og stjórnun viðskiptahraðla á vegum KLAK. Hún stundar grunnnám í hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Utan náms situr hún í stjórn Ungra athafnakvenna þar sem hún sinnir hlutverki viðskiptastjóra, en þar eru verkefnin fjölbreytt og viðamikil.