KLAK – Icelandic Startups er einn öflugasti stuðningsaðili nýsköpunar á Íslandi og aðstoðar um 100 sprotafyrirtæki á ári. KLAK býður m.a. upp á ráðgjafafundi fyrir frumkvöðla, hugmyndahraðhlaup, frumkvöðlakeppnina Gulleggið, þrjá viðskiptahraðla á ári og Dafna vinnustofur fyrir styrkþega Tækniþróunarsjóðs. KLAK rekur öflugustu mentoraþjónustulandsins, KLAK VMS, með yfir 180 virkum mentorum
Hringiða er viðskiptahraðall fyrir grænar lausnir sem haldinn er árlega. Áherslur hraðalsins milli ára eru mismunandi, annars vegar er hraðallinn fyrir verkefni á hugmyndastigi og hins vegar fyrir lengra komin verkefni.