fbpx

Grillað í Startup SuperNova BBQ & Pitch í Grósku

Frumkvöðlar og bakhjarlar Startup SuperNova grilluðu ofan í áhugasama um nýsköpun í Grósku við mikinn fögnuð viðstaddra. Boðið var í svokallað BBQ & Pitch þar sem þátttakendur í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova kynntu sprotafyrirtæki sín með einna mínútu lyftukynningu. Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Ein af grillmeisturunum, Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova grillaði gómsæta hamborgara ofan í mannskapinn eins og engin væri morgundagurinn. Nova er helsti bakhjarl Startup SuperNova og þess má geta að Margrét er önnur konan á Íslandi til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni en Nova var skráð í Kauphöllina 21. júní sl. og kynnir nú í dag sínu fyrsta ársfjórðungsuppgjöri.

Við hlið Margrétar við grillið stóðu Svana Gunnarsdóttir, annar eiganda og framkvæmdastjóri Frumtaks, Kristján Schram hjá Instrúment og frumkvöðullinn, stofnandi og framkvæmdastjóri Plaio, Jóhann Guðbjargarson vaktina eins og þeim einum er lagið.

Við hjá Nova viljum hafa góða áhrif á samfélagið og vera leiðandi í tæknibreytingum og síðan út frá samfélagsbreytingum með tilkomu tækninnar. Nova elskar frábærar hugmyndir og við viljum svo sannarlega taka þátt í að koma hugmyndum framtíðarinnar á framfæri. Við höfum lagt áherslu á nýsköpun innan Nova sem og stutt við grasrótina og er Startup SuperNova frábær vettvangur þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri.” segir Margrét Tryggvadóttur, forstjóri Nova.

is_ISÍslenska