fbpx

Founders Lunch með Guðmundi í Kerecis

Snjallræði býður til Founders Lunch „Snjallræði x Kerecis“ þriðjudaginn 18. október.

Komdu og hlýddu á frumkvöðullinn, hugsjónarmanninn og brautryðjandan Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra nýsköpunarfélagsins Kerecis en hann mætir og flytur erindi um ævintýralega vegferð Kerecis.

Guðmundur Fertram hefur farið með Kerecis á ótroðnar slóðir. Á sama tíma leitt öfl­ugt nýsköp­un­ar­starf sem tengir saman nýja notk­un­ar­mögu­leika á sjáv­ar­af­urðum í heil­brigð­is­tækni.

10 sprotafyrirtæki sem eru að taka næstu mikilvægu skref í sprotasamfélaginu á Íslandi í Snjallræði munu stíga fram og flytja 3 mínútna lyftukynningu að hugmyndum sínum.

Dagskrá

11:30
Húsið opnar – Mýrin í Grósku

12:00
Guðmundur Fertram, stofnandi og forststjóri Kerecis verður með erindi

3 mínútna lyftukynningar sprotafyrirtækjanna í Snjallræði

13:00
Fonders Lunch lýkur

Coffee Bike býður gestum að gæða sér á hágæða kaffi og Bagle’n’Co munu sjá um veitingar.

Sprotafyrirtækin samfélagshraðlinu Snjallræði eru eftirfarandi:

BioBuilding

Fort

Hringasveppir

Laufið

Okkar heimur

Hugmyndasmiðir

On To Something

Orb

Sara, stelpa með ADHD

Ylur

Umsjónaraðili samfélagshraðalsins Snjallræði er KLAK – Icelandic Startups sem býr yfir áralangri reynslu af nýsköpun og þróun viðskiptahugmynda. Bakhhjarlar Snjallræðis eru Landsvirkjun, Origo, Deloitte, Reykjavíkurborg og Marel.

is_ISÍslenska