fbpx

Fyrstu mentorar Snjallræðis kynntir

KLAK hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag inni í Snjallræði, skipulag sem mun efla tengsl teymanna og mentora. Slíkt skipulag byggir á hugmyndafræði MIT Venture Management Service og hafa þau þróað þetta fyrirkomulag í yfir tvo áratugi en er nýtt hér á Íslandi.

Öflugt samfélag mentora sem hefur fylgt KLAK í hröðlum í gegnum árin mun veita teymunum mikilvæga ráðgjöf og gefa öll byr í seglin á meðan á Snjallræði stendur. Með nýja fyrirkomulaginu verða mentorahópar skipaðir sem samanstendur af þremur til fimm mentorum, hvert teymi fær úthlutað hóp sem fylgir þeim í gegnum hraðalinn. Hvert teymir hittir mentorahópinn sinn á 90 mínútna fundum fjórum sinnum yfir tímabilið eða einu sinni í mánuði. 

Mentorasamfélag KLAK samanstendur af reyndum einstaklingum úr atvinnulífinu sem hafa ríka skyldu til þess að gefa tilbaka, stuðla að nýsköpun og framþróun. 

Fyrstu 18 mentorar Snjallræðis verða nú kynntir og enn á eftir að bætast í hópinn.