fbpx

Hringiða er formlega hafin í Grósku

Hringiða 2022 - hópmynd af teymunum

Hringiða hófst formlega 25. apríl og var þátttakendum boðið í húsakynni Klak – Icelandic Startups í Grósku þar sem verkefnastjórar Hringiðu fóru yfir átta vikna dagskrá hraðalsins. Kolfinna Kristínardóttir, ein þeirra sem fer með stjórn verkefnisins fyrir hönd Klak, greindi ítarlega frá öllum helstu atriðum og var þátttaka formlega innsigluð með samningum.

Snerpa Power

“Snerpa Power virkjar stórnotendur rafmagns með því að sjálfvirknivæða álagsáætlanagerð og besta tilboðsgerð inn á markað með kerfisþjónustur. Félagið bætir þannig nýtingu orkuauðlinda, dregur úr aflskorti og eykur samkeppnishæfni raforkumarkaðar.

Plogg-In

“Ímyndaðu þér heiminn án rusls. Við hjá Plogg-In viljum hvetja til aukinnar umhverfisvitundar. Með betri upplýsingatæknitólum og sterkari samskiptakerfum getum við gert allt kortið grænt!.

GreenBytes

Dragðu úr matarsóun og aukaðu hagnað með GreenBytes – skipulagstól fyrir veitingastaði sem nýtir gervigreind til að segja til um komandi sölu og koma með tillögur af því hvað veitingastaður ætti að vera að panta inn fyrir komandi daga.

Sidewind

Sidewind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir geta nýtt þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu fyrir flutningaskip.

Álvit ehf. (Gerosion)

Álvit ehf. er að þróa nýjan umhverfisvænan kragasalla fyrir rafgreiningarker álvera og í leiðinni að þróa umhverfisvænan arftaka koltjörubiks, en koltjörubik losar frá sér krabbameinsvaldandi efni við hitun.

e1

e1 er Airbnb fyrir hleðslustöðvar rafbíla. Með e1 appinu eða lyklinum eiga rafbílaeigendur að hafa aðgang að öllum hleðslustöðvum sem geta verið ýmist í eigu einstaklinga, húsfélaga, fyrirtækja eða stofnana.

ÝMIR Technologies

Ýmir Technologies sérhæfir sig í að þróa og framleiða lausnir sem setur úrgang í verðmæti. Byggir þetta á einkaleyfisvernduðum ferlum sem setur arðbæra sjálfbærni og reglufylgni á viðráðanlegu verði í forgrunn.

Umsjón með hraðlinum er í höndum Klak sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í LIFE-áætluninni og því verður Klak í miklu samstarfi við Inspiralia frá Spáni sem eru sérfræðingar í Evrópustyrkjum.

Að verkefninu standa Orkuveita Reykjavíkur, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sorpa, Terra, Faxaflóahafnir, Samtök iðnaðarins og Ölgerðin.