KLAK – Icelandic Startups tekur þátt í Iceland Innovation Week 2024. Það er margt að sjá og margt að hlusta á í vikunni og KLAK teymið hvetur alla frumkvöðla, KALK alumni, fjárfesta og mentora úr KLAK VMS sem eru komin með aðgang að Iceland Innovation Week að sækja viðburðina í vikunni.
KLAK teymið er tilbúið í fjörðið á Iceland Innovation Week! Hér að neðan eru þeir viðburðir sem við sjáum um og eða erum hluti af.
14. MAÍ
Staðsetning: Gróska hugmyndahús
Dagsetning: 14. maí
Tími: kl. 12:00 – 15:00
Í tilefni af Gróskudeginum 14. maí sem er hluti af Iceland Innovation Week verðum við hjá KLAK – Icelandic Startups með kynningarbás Startup SuperNova í Grósku. Þar gefst öllum frumkvöðlum og forvitnum að spyrja okkur spjörunum úr um viðskiptahraðalinn.
Í ár verður aukin áhersla á teymi sem eru að þróa lausnir tengdar fjarskiptageiranum og 5G tækni
Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK – Icelandic Startups, Nova og Huawei með stuðningi frá Grósku þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.
16. MAÍ
Location: Kolaportið
Date: May 16th
Time: kl. 20:00 – 22:00
(Kolaportið is located at Reykjavik’s Old Harbour, near Hafnartorg, in the city centre)
Get ready to wrap up Iceland Innovation Week 2024 with a bang on Thursday May 16th – Silicon Vikings NEW NORDICS PITCH COMPETITION in Kolaportið.
Ten exciting Icelandic founders will take the stage and pitch their company to an international jury of investors.
The regional winner will participate in the Grand Final at Slush in Finland, in which they will compete to become the New Nordics Grand Champion. Don’t miss out!
Iceland’s top startup will battle it out for the coveted title of Icelandic champion in the New Nordics Pitch Competition Grand Final, with the winner selected by an elite international jury of visiting VCs from the US.
17. MAÍ
Staðsetning: Gróska Hátíðarsalur
Dagsetning: 17. maí
Tími: kl. 13:20 – 16:30
Á lokadegi Iceland Innovation Week býður KLAK í samvinnu við nýsköpunarsvið Miele í Þýskalandi upp á snarpan Masterclass um fjárfestingu stærri fyrirtækja í sprotafyrirtækjum.
Tilgangurinn með Masterclassinum er að kynna þennan fjármögnunarmöguleika sem er lítt þroskaður á Íslandi og sýna dæmi um hvernig þetta hefur gengið vel. Markmiðið er að með tíð og tíma verði þetta að skýrum valkosti í fjármögnun sprotafyrirtækja og hluti af nýsköpunarstefnu stærri fyrirtækja á Íslandi.
Við hlökkum til að sjá þig!
Staðsetning: Verslun Nova, Lágmúli 9
Dagsetning: 17. maí
Tími: kl. 19:00 til 21:00
Startup SuperNova býður á KLÚÐURKVÖLD föstudaginn 17. maí í verslun Nova í Lágmúla í tilefni af því að opnað verður fyrir umsóknir í Superclass Startup Supernova!
Komdu og lærðu af klúðri reyndra frumkvöðla svo þú getir forðast þau í framtíðinni.
Þetta kvöld er frábært tækifæri til að tengjast öðrum frumkvöðlum á meðan þú sötrar á sólríkum kokteil.
Í ár verður aukin áhersla á teymi sem eru að þróa lausnir tengdar fjarskiptageiranum og 5G tækni
Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK – Icelandic Startups, Nova og Huawei með stuðningi frá Grósku þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.