fbpx

Kynningarfundur Hringiðu 2022 fór fram 4. mars

Kynningarfundur Hringiðu fór fram föstudaginn 4. mars 2022 kl. 11:00 í beinu streymi. Hringiða er hraðall sem ætlaður er að draga fram, efla og styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnanna.

Markmið Hringiðu er að þátttakendur verði í lok hraðals í stakk búin til að sækja í Evrópustyrki LIFE-áætlarinnar sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. LIFE er ein af samstarfsáætlunum ESB sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992.

LIFE-áætlunin gegnir mikilvægu hlutverki við að ná fram á næstu árum nauðsynlegri umbreytingu yfir í hreinna, orkunýtið og kolefnishlutlaust samfélag í anda hringrásarhagkerfisins. Hraðallinn stendur yfir í átta vikur, frá lok apríl til júní og er unninn með sérfræðingum frá Inspiralia og Rannís.

Umsjón með hraðlinum er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Að verkefninu standa  Orkuveita ReykjavíkurUmhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sorpa, Terra, Faxaflóahafnir, Samtök iðnaðarins og Ölgerðin. 

 

is_ISIcelandic