fbpx

Kynningarfundur Snjallræði MIT DesignX

Opnað verður fyrir umsóknir í Snjallræði miðvikudaginn 29. júní en Snjallræði fer nú fram í fjórða skipti. Sú breyting verðu nú gerð að í stað þess að vera 8 vikna hraðall verður Snjallræði nú 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) auk þess sem komið hefur verið á samstarfi við MIT designX og verður Snjallræði því vottað designX vaxtarrými. 

Höfði friðarsetur stofnaði Snjallræði árið 2018 og hefur markmið verkefnisins frá upphafi verið að ýta undir samfélagslega nýsköpun. Í því felst að styðja við teymi sem vilja tækla samfélagslegar áskoranir og byggja upp kerfi og lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild. KLAK sér um rekstur Snjallræðis nú í annað sinn en þetta er í fyrsta sinn sem KLAK starfar með MIT designX. 

Við hvetjum frumkvöðla á sviði samfélagslegrar nýsköpunar til að sækja um í Snjallræði en þar gefst einstakt tækifæri til að vaxa, efla tengslanet og öðlast nýja þekkingu með aðstoð okkar færu sérfræðinga auk þess flotta hóps sem kemur hingað frá MIT designX“ – Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri Snjallræðis

Opinn kynningarfundur verður í ráðhúsinu föstudagsmorguninn 1. júlí. Húsið opnar 8:30 en dagskrá hefst kl 9 og verður fundurinn jafnframt í beinu streymi.

Dagskrá

 9:00 Kolfinna Kristínardóttir verkefnastjóri Snjallræðis opnar fundinn  

 9:10 Svafa Grönfeld kynnir MIT designX og samstarfið við Snjallræði

 9:30 Panell með fyrrum þátttakendum Snjallræðis, undir stjórn Auðar Örlygsdóttur hjá Höfða friðarsetri

10:00 Fundarlok

is_ISIcelandic