KLAK Icelandic Startups kynnti endurkomu Startup Tourism og fyrirkomulagið á honum í ár í ESSÓ safninu við Skútuvog en N1 er einn af samstarfsaðilum viðskitptahraðalsins.
Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs hjá N1 opnaði kynningarviðburðinn en hvatti hann alla til að sækja um í hraðalinn. Við tók Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri Startup Tourism og fór hún yfir fyrirkomulag Startup Tourism hraðalsins 2024 og önnur praktísk atriði.
Einar Skúlason, stofnandi Wapp, fyrrum þátttakandi í Startup Tourism sagði frá sinni reynslu frá þátttöku í hraðlinum með yfirskroftinni með yfirskriftinni, „Hvernig má nýta sér verkfærakistu viðskiptahraðalsins?“
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups fór yfir hvernig KLAK styður við nýsköpun í ferðaþjónustu og lokaði viðburði.
Startup Tourism teymið verður einnig á ferð og flugi vikuna 30. september- 3. október og munu halda kynningarviðburði víðsvegar um landið.
Styrktaraðilar Startup Tourism eru Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Berjaya Iceland Hotels, Icelandair, N1, Icelandia og Faxaflóahafnir, auk þess sem Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og Íslandsstofa koma að verkefninu sem samstarfsaðilar.











