fbpx

Kynt undir fjármögnun sprotafyrirtækja

Sigurður Arnljótsson, stofnandi Brunns Ventures, deildi með sér sérþekkingu sinni fyrir framan fullan hátíðarsal í Grósku um vísisjóðaumhverfið á Íslandi og þróun þess í gegnum árin. Klak – Icelandic Startups í samstarfi við Northstack buðu í viðburð um “Insights into the Icelandic VC Ecosystem” í hátíðarsal Grósku á Iceland Innovation Week en Haraldur Hugosson frá Northstack stjórnaði pallborðsumræðum ásamt því að fara með erindi þar sem hann kynnti nýjustu strauma í íslensku fjármögnunarmhverfi og kynjagreiningu á fjármögnunarskýrslu.

Að erindum loknum fóru fram pall­borð­sum­ræður þar sem virtir sérfræðingar um málefni VC Ecosystem sátu fyrir svörum þar sem frumkvöðlar öðluðust dýrmæta þekkingu. Soffía Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestinga, frá Birtu lífeyrissjóði, Sigurður Arnljótsson, stofnandi hjá Brunnur Ventures og Rünno Allikivi, fjárfestir hjá Danish Export and Investment Fund (EIFO) sátu fyrir svörum og deildu innsýn sinni um nýjar stefnur.

Rünno Allikivi, fjárfestir hjá Danish Export and Investment Fund (EIFO)

Change does not happen in a vacuum, nor in a closed room. Challenging each other to look, listen and learn is key to innovation and growth. As a foreign transplant in the Icelandic venture ecosystem, I am thrilled to see how challenging the status quo is starting to fuel a new wave of VC. KLAK has been and is instrumental in bringing this change into the early state startup ecosystem by anchoring accelerator programs for entrepreneurs and investors, and its continued backing of new initiatives will surely increase the quality of venture in Iceland at all levels.


is_ISÍslenska