fbpx

Látum okkur detta snjallræði í hug!

Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bætir samfélagið og leiðir af sér aukin lífsgæði.

Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. 

Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. 

Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. 

Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. 

is_ISÍslenska