fbpx

Launch dagur KLAK – Icelandic Startups

Ákveðið hefur verið að breyta nafni Icelandic Startups og taka upp á ný nafnið KLAK. Félagið er óhagnaðardrifið og í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, en ræturnar liggja í stofnun KLAK árið 2000. Frumkvöðlasetrið Innovit var stofnað árið 2007 og en við samruna félaganna árið 2013 varð Klak Innovit. Nafninu var síðan breytt í Icelandic Startups árið 2016, m.a. með það í huga að ná betur til alþjóðlega nýsköpunar- og fjárfestaumhverfisins. 

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups segir að í tímans rás hafi nafnið Icelandic Startups æ oftar valdið misskilningi og starfsemi félagsins verið ruglað saman við önnur íslensk nýsköpunarverkefni, hraðla og ráðstefnur. “Þá var lénið langt og óþjálft,” bætir Kristín glettin við. “Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er okkar stærsta og elsta verkefni, og okkar þekktasta vörumerki, og fann okkur passa vel við það taka nafnið KLAK upp að nýju. Nýja nafnið er stutt, laggott, og vísar í þá löngu sögu sem félagið býr að.” 

Starfsemi KLAK hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. “Árangurinn eigum við ekki síst að þakka því sem kalla má sýnilegt sjálfboðaliðastarf fólks í viðskiptalífinu, en við búum að stuðningi forstjóra, framkvæmdastóra, sérfræðinga og öfluga frumkvöðla, og stórra jafnt sem smárra fyrirtækja sem leggja sig fram við að taka þátt í verkefnum okkar og vilja nýta styrk sinn og getu til að hjálpa sprotum að ná árangri.” Eflir KLAK til gleðskaps á fimmtudaginn (24. mars) í tilefni af nafnabreytingunni.

Viðtal birtis í Morgunblaðinu 21. mars 2022
Myndir eftir Hara ljósmyndara á vegum KLAK – Icelandic Startups

is_ISÍslenska