fbpx

Markviss undirbúningur fyrir Evrópustyrki

Hringiða er viðskiptahraðall fyrir nýsköpunarfyrirtæki og nýsköpunarverkefni innan rótgróinna fyrirtækja og stofnana sem byggja á hugmyndarfræði hringrásarhagkerfisins. KLAK – Icelandic Startups hefur umsjón með hraðlinum og er áherslan á markvissan undirbúning fyrir Evrópustyrki svo sem LIFE og Horizon Europe. Hraðallinn stendur yfir í átta vikur eða frá 25. apríl til 15. júní og byggist upp á fyrirlestrum og vinnustofum auk þess sem veittur er aðgangur að breiðu tengslaneti leiðbeinenda úr atvinnulífinu auk innlendra og erlendra sérfræðinga. 

Kynntu þér fyrirkomulag Hringiðu 

Hringiða mun bjóða öllum áhugasömum í morgunkaffi í Grósku þann 29. mars þar sem farið verður yfir fyrirkomulag hraðalsins. Farið verður yfir ítarlega dagskrá hraðalsins og ávinning þess að taka þátt. Fulltrúar Hringiðu munu sitja fyrir svörum og svara spurningum frá áhugasömum um hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. 

KLAK – Icelandic Startups hvetur sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnanna sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl. Tekið er á móti umsóknum hér á vefsíðu Hringiðu.

Hentar fyrirtækjum sem eru í fullum rekstri

Allt að tíu teymi verða valin í hraðalinn og hefst dagskráin 25. apríl með sameiginlegum hittingi  þátttakenda og stýrihóps hraðalsins auk þess sem leiðtogar hraðalsins verða kynntir til leiks og hlutverk þeirra skýrt. Sérvaldir leiðtogar munu veita þátttakenduum ráðgjöf og handleiðslu í gegnum hraðalinn. 

Fyrirkomulag Hringiðu er byggt á uppleggi frá Inspiralia. Inspiralia er spænskt viðskiptavinamiðað fyrirtæki fyrir frumkvöðla og sprota sem sérhæfir sig í umsóknum um Evrópustyrki. Inspiralia munu fara ítarlega yfir alla þætti fyrir LIFE umsóknir á fyrirlestrum og á vinnustofum en einnig verður skýr nálgun á aðrar styrktaráætlanir Evrópusambandsins. Sérfræðingar Inspiralia munu koma til landsins í lok hraðalsins og taka ráðgjafafundi með öllum þátttakendum. 

Dagskráin fer fram eftir hádegi á mánudögum og fyrir hádegi á þriðjudögum og mun hraðallinn fara fram í húsakynnum KLAK í Grósku og líka hjá bakhjörlum hraðalsins þar sem þátttakendur munu kynnast fjölbreyttri starfsemi þeirra. Auk þess mun þátttakendur gefast kostur á að að taka þátt í ýmsum viðburðum og ráðstefnum í tengslum við hringrásarhagkerfið. 

is_ISÍslenska