fbpx

Skráning opin í Startup SuperNova Masterclass

Startup SuperNova viðskiptahraðallinn verður keyrður í fjórða sinn í ár en af því tilefni var haldið opnunarteiti í húsakynnum Nova þar sem Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá KLAK og Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar opnuðu fyrir skráningar í Masterclass Startup Supernova. Þrír frumkvöðlar sem hafa farið í gegnum hraðalinn, Stefán Baxter, stofn­andi Quick Lookup, Guðrún Ragnarsdóttir stofnandi Keeps og Jóhann Guðbjargarson stofnandi Plaio stigu á svið og héldu erindi um þátttöku sína í hraðlinum við standandi lófaklapp.

Við hjá Nova elskum frábærar hugmyndir og viljum gefa hugmyndum framtíðarinnar tækifæri til að vaxa. Það er ástæðan fyrir því að við erum á bakvið Startup SuperNova. Við höfum sagt frá upphafi að við elskum nýsköpun en nýsköpun er í rauninni ekki bara eitthvað alveg nýtt heldur líka tækifæri til að endurgera og endurskilgreina eitthvað sem er til núþegar. Við erum spennt að starta þessum hraðli í samvinnu við Klak, sem hefur gríðarlega góða reynslu af því að aðstoða sprotafyrirtæki og leiða þessa vinnu.” segir Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar.

Markmið Startup SuperNova er að byggja upp viðskiptalausnir fyrir alþjóðamarkað og gera þær fjárfestingahæfar. Gerð er krafa um þátttöku í Masterclass fyrir þau fyrirtæki sem vilja komast áfram og sækja um í sjálfan hraðalinn. KLAK – Icelandic Startups sem hefur umsjón með Startup SuperNova keyrir Masterclass í gang í júní þar sem sprotar munu fá þjálfun og leiðsögn við að útbúa átján mánaða aðgerðaráætlun fyrir verkefnin sín.

Við hjá KLAK erum mjög spennt að leiða vinnuna í kringum Startup SuperNova í samstarfi við Nova. Þetta verkefni er afar stórt og mikilvægur stuðningur við sprota sem vilja ekki bara efla tengslanetið sitt heldur vaxa og dafna þegar á markaðinn er komið. Masterclass Startup SuperNova er haldinn í annað skiptið sem var mjög eftirsóttur í fyrra og er hann í boði aftur í ár. Þá getur hver sem er skráð sig en það er mjög mikilvægt að skrá sig ef viðkomandi vill taka þátt í sjálfum hraðlinum.” Segir Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá KLAK. 

is_ISÍslenska