fbpx

Sprotar kynna lausnir við áskorunum samfélagsins

Sprotar sem tóku þeirri áskorun að finna lausnir við aðkallandi samfélagsvanda munu stíga á svið í hátíðarsal Grósku og kynna lausnir sínar fyrir framan sitjandi panel, Svönu Gunnarsdóttur hjá Frumtak og Kristjáni Schram hjá Instrument. Á svið stíga Hugmyndasmiðir, Ylur, BioBuilding, Orb, Fort, On To Something, Hringvarmi, Laufið og Sara – steplpa með ADHD.

Sprotafyrirtæki undir handleiðslu samfélagshraðalsins, Snjallræðis í samstarfi við MIT designX hafa unnið hörðum höndum að fullvinna lausnir sínar við áskorunum samfélagsins síðan í ágúst. Stofnendur sprotafyrirtækjanna tóku á mismunandi þáttum í uppbyggingu sprotafyrirtækis síns, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli, furumgerðarksöpun og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

Afrakstur vinnunar verður sýndur í hátíðarsal Grósku 7. desember nk., viðburður sem er opinn fyrir öll sem láta áskornir samfélagsins varða en þar fáum við að heyra framtíðarlausnir við ákall samfélagsins um breytingar. 

Sprotarnir sem nú munu koma fram fyrir þessum ágæta panel í hátíðarsal Grósku hafa farið í mikla og stranga naflaskoðun en áskoranir samfélagsins er krefjandi málefni. Ég er mjög spennt fyir lokadegi Snjallræðis en það hefur ekki farið á milli mála að þessir stofnendur brenna fyrir samfélagslegum breytingum” segir Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri Snjallræðis.


Upphafið að öllu er að fræða og upplýsa um þau margvíslegu samfélagsvandamál sem við þurfum að tækla en sprotarnir hafa allt frá því að hafa kjarnað lausnir sínar yfir í að koma þeim á framfæri tekið skrefið enn lengra. Ferlið er langt og strangt en KLAK axlar ábyrgð með því að stuðla að jákvæðum breytingum á öllum sviðum og öllum hliðum samfélagsins með því hvetja sprotafyrirtæki áfram til að finna lausnir í samfélagshraðlinum Snjallræði.

Svafa Grönfeldt hjá MIT designX hefur frá því Snjallræði hófst fylgt og leiðbeint sprotafyrirtækjunum með fræðslu og ráðum. Sprotarnir hafa jafnframt fengið til sín aðra sérfræðinga frá MIT designX en bandaríski frumkvöðullinn Yscaira Jimenez kom til landsins og deildi þekkingu sinni í vinnustofum Snjallræðis sem er þungamiðja hraðalsins. Sprotarnir hafa jafnframt fengið dygga aðstoð mentora úr íslenska viðskiptalífinu en þeir hafa gegnt ákveðnu lykilhlutverki frá upphafi og hafa gefið stofnendum frekari tækifæri að stækka og dafna.

Samfélagshraðallinn, Snjallræði, í umsjá KLAK og Höfða friðarsetri, hefur boðið sprotunum á ýmsum stigum uppá uppbyggilegar vinnustofur í Snjallræði en bakhjarlar eru Origo, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Marel, Deloitte, Félags- og vinnumálasráðuneytið og HVÍN.