Sprotafyrirtækin Arctic Fibers og Flöff – Textílvinnsla sem taka þátt í Hringiðu hlutu styrk úr fyrri úthlutun úr Hönnunarsjóði sem fór fram þann 22. mars. Arna Sigrún Haraldsdóttir hjá Velja sem er líka í viðskiptahraðlinum Hringiðu hlaut styrk en fyrir annað verkefni.
Arctic Fibers hlaut 1.000.000 kr. styrk.
Arctic Fibers er rannsókn og þróun á aðferðum til að umbreyta bast plöntutrefjum á Íslandi, þá sérstaklega lúpínu, í efni fyrir textíl, byggingariðnað og pappírsgerð með það að markmiði að koma á fót smáverksmiðju hér á landi.
Flöff – Textílvinnsla hlaut 1,500,000 kr. styrk.
Flöff textílvinnsla ætlar að koma á fót fyrstu textílendurvinnslustöð Íslands og skapa með því verðmæti úr áður ónýttum textílúrgangi. Flöff notar vélarafl í endurvinnsluferlinu og hannar einstakar vörur úr endurunnum textíl fyrir íslenskan markað og stuðlar þannig að hringrásarhagkerfi.
Arna Sigrún Haraldsdóttir hjá Velja er í Hringiðu en hún fékk styrk fyrir annað verkefni, „Þarfagreining á fatnaði fyrir hreyfihamlaða“ hlaut 1.000.000 kr.
Fatnaður fyrir fólk með skerta hreyfigetu þarf stundum að lúta öðrum lögmálum en sá fyrir ófatlaða. Gerðar hafa verið frumgerðir að flíkum sem eru aðlagaðar að þörfum konu með fjölþætta fötlun og mun nú fara fram dýpri þarfagreiningu og áframhaldandi vöruþróun.