fbpx

Uppskeruhátíð styrkþega Tækniþróunarsjóðs í DAFNA

Sprota- og Vastastyrkþegar sem hlutu styrk frá Tækniþróunarsjóði á vordögum 2022 komu saman á lokadegi Dafna í hátíðarsal Grósku á dögunum. Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Dafna opnaði viðburð. Farið var yfir samstarf Tækniþróunarsjóðs og Klak um Dafna sem stendur tilboða fyrir alla sem hafa fengið Sprota- og Vaxtasyrk frá Tækniþróunarsjóði. 

Fóru styrkþegar með áhrifaríkar lyftukynningar við mikinn fögnum viðstaddra en þau sem fengu úthlutað að hausti og byrjuðu nýlega í vinnustofum Dafna voru einnig boðin á lokadaginn. 

Dafna er samstarfsverkefni Tækniþróunarsjóðs og KLAK  og er ætlað styrkþegum sem fá stuðning úr styrktarflokkum Sprota og Vexti í vor- og haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs. KLAK hefur umsjón með Dafna og er styrkþegum boðin þátttaka í vinnustofum í Grósku og aðgang að mentorum sem aðstoða styrkþega í sinni vöruþróun.  Mentorasamfélag KLAK VMS samanstendur af reyndum aðilum úr atvinnulífinu og er byggt upp í samstarfi við MIT sem hefur þróað sitt mentorafyrirkomulag í yfir tvo áratugi. 

Samstarf Tækniþróunarsjóðs og KLAK mun styðja betur við verkefni sem eru mislangt komin á nýsköpunarkeðjunni, allt frá hugmyndavinnu til verkefna með vöruþróun sem er langt komin. Dafna er einstakt tækifæri fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki til að ná árangri á þeirri vegferð sem þau eru á. 

Með samningnum er Tækniþróunarsjóður að auka þjónustu við styrkþega og festa þannig Dafna í sessi sem stuðningskerfi fyrir sprota sem hafa fengið styrk frá sjóðnum.

is_ISÍslenska