fbpx

Dóri DNA jós úr viskubrunni sínum í Snjallræði

Skemmtikraft­ur­inn og þúsundþjala­smiður­inn Hall­dór Lax­ness Hall­dórs­son, bet­ur þekkt­ur sem Dóri DNA, jós úr brunni visku sinn­ar á gleðistund (e. happy hour) Klak – Icelandic Startups í Grósku. Dóri ræddi meðal ann­ars um áskor­an­ir sam­fé­lags­ins á léttu nót­un­um og bauð svo upp á nátt­úru­vín sem hann flyt­ur inn. 

Til­efni gleðistund­ar­inn­ar er Snjall­ræði, ný­sköp­un­ar­verk­efni fyr­ir sporta sem vilja gera heim­inn aðeins betri eða með öðrum orðum, sam­fé­lags­hraðli þar sem sam­fé­lags­leg ný­sköp­un er í for­grunni. 

Sam­fé­lags­leg ný­sköp­un felst í því að nýta aðferðafræði ný­sköp­un­ar og hönn­un­ar­hugs­un til þess að tækla sam­fé­lags­leg­ar áskor­an­ir og byggja upp kerfi og lausn­ir sem fela í sér ávinn­ing fyr­ir fólk og um­hverfi og þar af leiðandi fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

Frétt birtist í Smartlandi/mbl.is 10. ágúst 2022