fbpx

Hringiðu hádegi í Grósku 29. mars

KLAK – Icelandic Startups býður áhugasömum í Hringiðu hádegi miðvikudaginn 29. mars í Grósku í tilefni þess að viðskiptahraðallinn Hringiða hefur nú hafið göngu sína í þriðja sinn.

Hringiða leggur áherslu á hringrásarhagkerfið þar sem dregið er fram, eflt og stutt nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum.

Þema viðburðarins er matvælaframleiðsla á sviði hringrásarhagkerfisins:

Nýsköpunarfyrirtækið og hátæknigróðurhúsið VAXA mun fara yfir nýja framleiðslutækni, þ.e. vertical farming, svokallaður lóðréttur landbúnaður sem fer fram innandyra þar sem öllum þáttum er stýrt eftir mikilli nákvæmni og nýtni á auðlindum er hámörkuð.

Boðið verður upp á hádegisverð þar sem salatið frá VAXA verður í brennidepli.

Dagssetning: 29. Mars
Tímasetning: 12:00-13:00
Staðsetning: 1. hæð í Grósku á parketinu við Mýrina

Dagskrá:
12:00 – VAXA // Andri Björn Gunnarsson meðstofnandi

12:15 – Erindi verður tilkynnt á næstu dögum
12:30-13:00 – Hringiðu teymin kynna verkefnin sín

Sprotafyrirtækin sem koma fram eru eftirfarandi:

???? Mar Eco
Mar Eco stendur fyrir Marine Ecolocial Solutions en markmiðið er að vinna að umhverfisvænum lausnum í framleiðslu og notkun veiðarfæra. Notast er við endurunnið plastrusl úr sjó sem styður við bláa hagkerfið og umhverfisvænar veiðar.

???? Orb
Orb þróar tækni til að mæla kolefnisbindingu skóga á ódýran og aðgengilegan hátt til að stuðla að ábyrgri kolefnisjöfnun og framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

???? Munasafn RVK Tool Library
Hringrásarsafnið veitir samfélögum sanngjarnan og fjárhagslegan aðgang að tólum og öðrum munum.

???? Resea Energy
Resea Energy er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem stefnir á framleiðslu á lífeldsneyti úr hrati frá ræktuðu þangi.

Umsjón með hraðlinum er í höndum KLAK sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Bakhjarlar Hringiðu eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Grænvangur og Orkuklasinn.

is_ISÍslenska